Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grýtubakkahrepps, vegna verslunar- og þjónustusvæða við Akurbakkaveg á Grenivík
Athugasemdafrestur er til 26. apríl 2024
Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022 vegna 0,41 ha verslunar- og þjónustusvæðis (118 VÞ) og við það minnkar óbyggt svæði sem því nemur ásamt 1,29 ha verslunar- og þjónustusvæði (126VÞ) og við það víkur Athafnasvæði (126A). Þá er legu Akurbakkavegar breytt og afmörkun hafnarsvæðis (120H) einnig breytt og minnkar við það lítillega.
Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins og í Skipulagsgátt.
Athugasemdir þurfa að berast í Skipulagsgátt eigi síðar en 26. apríl 2024.