Mál í kynningu


25.5.2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna Hamraness

Athugasemdafrestur er til 26. júní 2020

  • Hamranes

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Hamraness. Með breytingunni er landnotkunarreitunum S34 (samfélagsþjónusta 6 ha), VÞ11 (verslunar- og þjónustusvæði 3 ha) og ÍB13 (íbúðarsvæði 14 ha) breytt í miðsvæði M3 (23 ha).

Tillagan verður til sýnis til 26. júní 2020 í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2, Hafnarfirði. Auk þess er hægt að nálgast tillöguna á www.hafnarfjordur.is, undir íbúar/skipulag í kynningu, og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdum skal skilað skriflega á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is, eigi síðar en 26. júní 2020 eða stílaðar á: Hafnarfjarðarkaupstaður, bt. umhverfis- og skipulagssviðs, Norðurhellu 2, 221 Hafnarfirði.