Mál í kynningu


20.9.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar, vegna stækkunar Straumsvíkurhafnar, efnistöku úr Rauðamelsnámu og umferðarskipulags

Athugasemdafrestur er til 30. október 2023

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2023-2025. Í breytingartillögunni felst að hafnarsvæði H4 er stækkað um rúmlega 1 ha vegna áforma um nýjan aðkomuveg á landfyllingu, auk þess sem skipulagsákvæðum er breytt. Þá er gert ráð fyrir undirgöngum undir Reykjanesbraut og nýjum tengivegi til suðurs til að tengja betur saman starfsemi beggja vegna brautarinnar. Iðnaðarsvæði I5 er stækkað sunnan Reykjanesbrautar og skipt upp í I5A norðan Reykjanesbrautar og I5B sunnan hennar. Loks er allt að 15,6 ha efnistökusvæði skilgreint við Rauðaselsnámu og heimilt verður að taka þar allt að 180.000 m3 af efni vegna áformaðra framkvæmda.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.hafnarfjordur.is og í Skipulagsgátt.

Athugasemdir þurfa að berast í gegnum vef Skipulagsgáttar eða á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eigi síðar en 30. október 2023