Mál í kynningu


19.3.2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna stofnræsis á Völlum

Athugasemdafrestur er til 21. apríl 2020

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, sem felur í sér að minnka hverfisverndarsvæðin HVa8 og Hva9 um 0,3 ha til að koma fyrir stofnræsi frá Nóntorgi að Hraunvallaskóla.

Tillagan er til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar, hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2, á vefnum www.hafnarfjordur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast með tölvupósti á skipulag@hafnarfjordur.is eða skriflega til þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði eigi síðar en 21. apríl 2020.