Mál í kynningu


17.3.2022

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna Suðurhafnar, Flensborgarhafnar og Hamarshafnar

Athugasemdafrestur er til 27. apríl 2022

  • Suðurhöfn, Flensborgarhöfn og Hamarshöfn

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Í breytingunni felst að Suðurhöfn H1 verður að hluta til íbúðarbyggð ÍB15 (Óseyrarhverfi), miðsvæði M6 (Hvaleyrarbraut 20-32) og miðsvæði M7 (Fornubúðir). Flensborgarhöfn H2 breytist í miðsvæði M5 sem með nýrri landfyllingu verður 4 ha. Hamarshöfn H6, ný smábátahöfn, og 5 m strandræma meðfram M5 og Háabakka verður 0,7 ha.

Tillagan er til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar að Strandgötu 6, hjá umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðar, Norðurhellu 2, á vef sveitarfélagsins www.hafnarfjordur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða til umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðar að Norðurhellu 2, 221 Hafnarfirði, eigi síðar en 27. apríl 2022.