Mál í kynningu


13.2.2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna sveitarfélagamarka og afþreyingar- og ferðamannasvæðis við Leiðarenda

Athugasemdafrestur er til 20. mars 2020

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, sem felur í sér að mörkum aðalskipulagsins er breytt í samræmi við úrskurð óbyggðarnefndar frá 20. júní 2014. Jafnframt er bætt við nýju 21 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði AF4, Leiðarendi, með þjónustuhúsi og bílastæði.

Tillagan er til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar, Standgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2, á heimasíðu sveitarfélagsins www.hafnarfjordur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast með tölvupósti á berglindg@hafnarfjordur.is eða skriflega í þjónustuver að Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði eigi síðar en 20. mars 2020.