Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar sunnan Straumsvíkur
Athugasemdafrestur er til 23. ágúst 2021
Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013–2025 vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar í núverandi vegstæði. Breytingin nær frá gatnamótum Reykjanesbrautar við afleggjara til Krýsuvíkur að enda fjögurra akreina brautarinnar á Hrauni vestan Straumsvíkur. Samhliða er felld niður lega stofnbrautar um Kapelluhraun en í stað hennar kemur tengibraut sem þjónusta á iðnaðarsvæði í Kapelluhrauni og Hellnahrauni. Gert er ráð fyrir nýjum mislægum vegamótum við Rauðamel og við aðkomuveg að Straumsvík ásamt vegtengingu að skólphreinsistöð austan Straumsvíkur. Einnig er gert ráð fyrir tveimur undirgöngum undir Reykjanesbraut fyrir gangandi og hjólandi umferð.
Vakin er athygli á því að frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar er auglýst samhliða.
Tillagan er til sýnis að Norðurhellu 2 og í þjónustuveri að Strandgötu 6, Hafnarfirði, á vef Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is og hjá Skipulagsstofnun.
Athugasemdir þurfa að berast á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða skriflega í þjónustuver að Strandgötu 6 eigi síðar en 23. ágúst 2021.