Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar vegna íbúðarsvæðis við Hjallabraut
Athugasemdafrestur er til og með 15. maí 2020
Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar 2013-2025, þar sem um 1 ha af opnu svæði við Hjallabraut er breytt í íbúðabyggð og verður með því hluti af íbúðarsvæði ÍB1 Norðurbær.
Tillagan er til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar, á vef sveitarfélagsins www.hafnarfjordur.is og hjá Skipulagsstofnun.
Athugasemdir þurfa að berast skriflega, eigi síðar en 15. maí 2020, á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða með bréfi stílað á: Hafnarfjarðarkaupstaður, b.t. umhverfis- og skipulagssviðs, Norðurhella 2, 221 Hafnarfjörður.