Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar vegna efnistökusvæða, skógræktar, reiðleiða og fráveitu
Athugasemdafrestur er til 15. apríl 2020
Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna efnistöku í Hörgá og við Hlaðir, skógræktarsvæða, fráveitulagnar við Lónsbakka og reiðleiðar meðfram nýjum Hörgárdalsvegi og Hlíðarvegi.
Tillagan er til sýnis á sveitarskrifstofu Hörgársveitar, á vef sveitarfélagsins horgarsveit.is og hjá Skipulagsstofnun.
Athugasemdir þurfa að berast í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is eða í bréfpósti stílað á skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri eigi síðar en 15. apríl 2020.