Mál í kynningu


3.6.2024

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar, vegna Lónsbakkahverfis

Athugasemdafrestur er til 15. júlí 2024

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024. Í breytingartillögunni felst stækkun á íbúðarbyggð ÍB á Lónsbakka um 1,5 ha við Lónsgötu og á norðvesturhluta svæðisins. Lóðum verður fækkað úr 75 lóðum í 62 lóðir á svæðum A og B. Verslunar- og þjónustusvæði (VÞ3) og opið svæði OP1 minnka til samræmis. Samfélagsþjónustusvæði (S1) fyrir leikskóla stækkar um 0,5 ha og opið svæði OP1 minnkar til samræmis. Nýr aðkomuvegur tengir Lónsveg við verslunar- og þjónustusvæði (VÞ3) og vegtenging frá Sjafnargötu að Lónsvegi er felld út.

Skipulagsgögn eru til sýnis í Skipulagsgátt og á vef sveitarfélagsins www.horgarsveit.is.

Athugasemdir þurfa að berast í Skipulagsgátt eigi síðar en 15. júlí 2024.