Mál í kynningu


24.7.2018

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hornafjarðar, hitaveita

Athugasemdafrestur er til 3. september 2018

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 vegna hitaveitu frá Hoffelli/Miðfelli til Hafnar ásamt tengdum iðnaðarsvæðum.

Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofunum að Hafnarbraut 27 á Höfn, á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is og hjá Skipulagsstofnun. Tillögur að deiliskipulagi eru auglýstar samtímis.

Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27.

Hér má skoða tillögu að aðalskipulagsbreytingu.