Mál í kynningu


26.10.2017

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hornafjarðar, skotæfingasvæði og mótorkrossbraut

Athugasemdafrestur er til 1. desember 2017

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 vegna skotæfingasvæðis við Flóðhól, Móto-krossbrautar við Grjótbrú og efnistökusvæðis í Fjárhúsvík.

Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofunum að Hafnarbraut 27, á vefsíðu Hornafjarðar og hjá Skipulagsstofnun til 1. desember 2017.

Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið, hornafjordur@hornafjordur.is, eigi síðar en 1. desember 2017.