Mál í kynningu


26.8.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hornafjarðar vegna Hnappavalla

Athugasemdafrestur er til 27. september 2021

  • Hnappavellir

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030, sem felur í sér að 1.1 ha af landbúnaðarsvæði á jörðinni Hnappavellir I (Mói) er breytt í verslunar- og þjónustusvæði, VÞ46, til að heimila veitingasölu, gistingu og tjaldsvæði.

Skipulagstillagan er til sýnis í anddyri Ráðhússins, Hafnarbraut 27 frá og með 16. ágúst 2021 til og með 27. september 2021, á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn, eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is eigi síðar en 27. september 2021.