Mál í kynningu


30.4.2018

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra, breytt lega Vatnsnesvegar (711) og ný efnistökusvæði

Athugasemdafrestur er til 5. júní 2018

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 vegna breyttrar legu Vatnsnesvegar og nýrra efnistökusvæða.

Tillagan er til sýnis til 5. júní 2018 í Ráðhúsi Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, á www.hunathing.isog hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is eigi síðar en 5. júní 2018.