Mál í kynningu


28.4.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps, vegna afþreyingar- og ferðamannasvæðis við Gedduhöfða á Grímstunguheiði

Athugasemdafrestur er til 9. júní 2021

  • Gedduhöfði

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 vegna afþreyingar- og ferðamannsvæðis AF1 við Gedduhöfða þar sem áformað er að reisa nýjan gangnamannaskála með gistingu fyrir allt að 60 manns og hesthús fyrir allt að 70 hross. Heildarbyggingarmagn getur verið allt að 1.000 m2. Auk þess er afmarkað vatnsból og vatnsverndarsvæði.

Tillagan er til sýnis á skrifstofu Húnavatnshrepps að Húnavöllum og á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hnjúkabyggð 33, á vef sveitarfélagsins www.hunavatnshreppur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi eða á netfangið byggingarfulltrui@hunavatnshreppur.is, eigi síðar en 9. júní 2021.