Mál í kynningu


7.11.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps, vegna frístundabyggðar í Hveravík

Athugasemdafrestur er til 18. desember 2023

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 sem felst í að skilgreina 23 ha frístundabyggð (FS14) fyrir 6 frístundahús á landbúnaðarsvæði sem minnkar samsvarandi. Einnig er 2,43 ha verslunar- og þjónustusvæði (AS-VÞ-1) fært og því skipt upp í 1,22 ha svæði fyrir verslun- og þjónustu (VÞ9) og 1,22 ha athafnasvæði (AS5).

Skipulagsgögn eru til sýnis í Skipulagsgátt.

Athugasemdir þurfa að berast í Skipulagsgátt eða til skipulagsfulltúra í netfangið skipulag@dalir.is eða á skrifstofu Kaldrananeshrepps við Holtagötu á Drangsnesi eigi síðar en 18. desember 2023.