Mál í kynningu


17.9.2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar vegna þjónustuvegar

Athugasemdafrestur er til 30. október 2020

  • Keflavíkurflugvöllur, þjónustuvegur

Skipulagsyfirvöld Keflavíkurflugvallar hafa auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2030. Meginatriði breytingartillögunnar er að heimila nýjan þjónustuveg á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjanesbrautar.

Tillagan er aðgengileg á vef Isavia auk þess sem hún er til sýnis á skrifstofu Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast skriflega til skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða á netfangið sveinn.valdimarsson@isavia.is, eigi síðar en 30. október 2020.