7.1.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Kópavogsbæjar vegna Fannborgarreits og Traðarreits vestur

Athugasemdafrestur er til 2. mars 2021

  • Fannborgarreitur

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 fyrir Hamraborg - miðbær sem nær til Fannborgarreits sem er skilgreindur sem miðsvæði og Traðarreits vestur sem er skilgreindur sem íbúðarbyggð. Breytingin felur í sér að reitirnir verða einnig skilgreindir sem þróunarsvæði fyrir þéttingu byggðar.

Tillagan og tillaga að deiliskipulagi sem er auglýst samtímis, eru aðgengilegar á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skipulags- og byggingardeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is eigi síðar en 2. mars 2021.

Vakin er athygli á því að fimmtudaginn 14. janúar nk. milli kl. 16.30 til 18.00 verður haldinn kynningarfundur í beinu streymi um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Verður hann aðgengilegur á heimasíðu Kópavogs, www.kopavogur.is