Mál í kynningu


6.7.2022

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Langanesbyggðar, ný veglína yfir Brekknaheiði

Athugasemdafrestur er til 31. ágúst 2022

Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 vegna breytingar á veglínu Norðausturvegar yfir Brekknaheiði á um 7,9 km kafla frá Langanesvegi að núverandi slitlagsenda í Vatnadal. Tillagan felur í sér breytingu á stofnvegi á þéttbýlisuppdrætti Þórshafnar og sveitarfélagsuppdrætti Langanesbyggðar ásamt skilgreiningu á efnistökusvæðum í tengslum við framkvæmdina.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.langanesbyggd.is/

Athugasemdir þurfa að berast á Langanesbyggð, skipulag, Langanesvegi 2, 680 Þórshöfn eða á netfangið skipulag@langanesbyggd.is eigi síðar en 31. ágúst 2022.