Mál í kynningu


20.3.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Langanesbyggðar vegna fjölgunar efnistökusvæða

Athugasemdafrestur er til 29. apríl 2019.

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 vegna fjölgunar um fimm efnistökusvæði í sveitarfélaginu.

Tillagan liggur fram á skrifstofu sveitarfélagsins á Þórshöfn, á vef sveitarfélagsins www.langanesbyggd.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skrifstofu Langanesbyggðar, Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn eða á netfangið langanesbyggd@langanesbyggd.is, eigi síðar en mánudaginn 29. apríl n.k.