Mál í kynningu


19.1.2018

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar, vatnsgeymir í austurhlíðum Úlfarsfells

Athugasemdafrestur er til 5. mars 2018

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar vegna vatnsgeymis í austurhlíðum Úlfarsfells. Breytingin felst í því að skilgreind er iðnaðarlóð (I) á svæði sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem „Óbyggð svæði Ó/ÓB“  þar sem fyrirhugað er að reisa nýjan vatnsgeymi í austurhlíðum Úlfarsfells suður af Skarhólabraut. Geymirinn mun þjónusta fyrirhugaða byggð í Lágafelli en einnig auka þrýsting í Mýrum og Krikum.

Tillagan er til sýnis til 5. mars 2018 í þjónustuveri Mosfellsbæjar, á mosfellsbaer.is/skipulagsauglysingar og hjá Skipulagsstofnun.

 

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða á netfangið olafurm@mos.is eigi síðar en 5. mars 2018.