Mál í kynningu


9.4.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps vegna athafnasvæðis, íbúðarbyggðar og svæðis fyrir verslun og þjónustu í Vík

Athugasemdafrestur er til 17. maí 2019

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028. Í breytingunni felst að á áður óbyggðu svæði norðan Mýrarbrautar við þjóðveginn 1 verði skilgreint nýtt athafnasvæði (A3), íbúðarsvæði (ÍS2) stækkar til norðurs í átt að þjóðvegi 1 og hluti svæðis fyrir þjónustustofnanir (Þ3) er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu (V40).

Tillagan er til sýnis hjá fulltrúa skipulags-og byggingarmála á skrifstofu Mýrdalshrepps, á vef sveitarfélagsins vik.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða á netfangið bygg@vik.is eigi síðar en 17. maí 2019.