Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps vegna Túnahverfis
Athugasemdafrestur er til 22. janúar 2021
Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028. Í breytingartillögunni felst stækkun íbúðarsvæðis ÍS1 Túnahverfi um 1,3 ha og opið svæði til sérstakra nota minnkar sem því nemur.
Tillagan er til sýnis hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík, á vef sveitarfélagsins www.vik.is og hjá Skipulagsstofnun.
Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti bygg@vik.is eigi síðar en 22. janúar 2022.