Mál í kynningu


13.3.2017

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings, Héðinsbraut á Húsavík

Athugasemdafrestur er til 12. apríl 2017

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna breytingar á landnotkun við Héðinsbraut á Húsavík úr íbúðarsvæði Í1 í miðsvæði M1. Markmið breytingarinnar er að stækka lóð fyrir gistiheimili á horni Héðinsbrautar og Laugarbrekku. Samtímis er auglýst breyting á deiliskipulagi Höfðavegar.

 

Tillögurnar eru til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings, Ketilsbraut 7-9 á Húsavík,  á vef sveitarfélagsins og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings eða á netfangið gaukur@nordurthing.is eigi síðar en 12. apríl 2017.