Mál í kynningu


24.5.2024

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings, vegna iðnaðarsvæðis í landi Akursels

Athugasemdafrestur er til 4. júlí 2024

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Í breytingartillögunni felst stækkun á iðnaðarsvæði I3 í Öxarfirði úr 5,6 ha í 70,2 ha fyrir fiskeldi á Núpsmýri. Ákvæði um framleiðslumagn fiskeldisins eykst jafnframt úr 1.350 tonn í 3.000 tonn.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins http://www.nordurthing.is og í Skipulagsgátt

Athugasemdir þurfa að berast í Skipulagsgátt eða á nordurthing@nordurthing.is eigi síðar en 4. júlí 2024.