Mál í kynningu


22.11.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþing ytra vegna breytingar á landnotkun vegna Búrfellslundar – vindorkuvers

Athugasemdafrestur er til 28. desember 2023

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 með áformum um nýtt 19 km2 iðnaðarsvæði (I25) fyrir 120 MW vindorkuver með 30 vindmyllum í Búrfellslundi. Iðnaðarsvæðið Yfirfall Sultartangalóns (I19) fellur út og skógræktarsvæðið Árskógar (SL26) minnkar úr 20.736 ha í 19.063 ha.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.ry.is og í Skipulagsgátt

Athugasemdir þurfa að berast í Skipulagsgátt eða til skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu, www.ry.is eigi síðar 28. desember 2023.