Mál í kynningu


13.11.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, vegna nýs verslunar- og þjónustusvæðis á jörðinni Borg

Athugasemdafrestur er til 28. desember 2023

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 vegna breytingartillögu sem felst í að marka stefnu um 0,5 ha verslunar- og þjónustusvæði (VÞ38) og við það minnkar frístundarsvæði (F1) sem því nemur á jörðinni Borg í Þykkvabæ.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins Rangárþings ytra og í Skipulagsgátt.

Athugasemdir þurfa að berast í Skipulagsgátt eigi síðar en 28. desember. 2023.