Mál í kynningu


22.11.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna breytingar á landnotkun Þjóðólfshaga úr frístundarbyggð (F11) og landbúnaðarlandi í íbúðarbyggð (ÍB31)

Athugasemdafrestur er til 28. desember 2023

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 vegna breytingar á 30 ha af frístundabyggð (F11) og 8 ha af landbúnaðarsvæði í íbúðarbyggð (ÍB31), alls 38 ha. Nýtt deiliskipulag verður gert fyrir svæðið og gildandi deiliskipulag fellt úr gildi við gildistöku þess.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.ry.is og í Skipulagsgátt

Athugasemdir þurfa að berast til skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is eigi síðar 28. desember 2023.