Mál í kynningu


26.6.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna landbúnaðarsvæðis í landi Efra-Sels 3c

Athugasemdafrestur er til 2. ágúst 2023

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 vegna landbúnaðarsvæðis í landi Efra-Sels 3c þar sem áform eru um minniháttar búskap eða aðra atvinnustarfsemi. Frístundabyggð minnkar sem nemur um 3,9 ha.

Skipulagsgögn liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins Suðurlandsvegi 3 á Hellu, á vef sveitarfélagsins www.ry.is og á Skipulagsgátt.

Athugasemdir þurfa að berast eigi síðar en 2. ágúst 2023.