Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna nýrrar íbúðarbyggðar í landi Árbæjarhellis II
Athugasemdafrestur er til 2. ágúst 2023
Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 vegna nýrrar íbúðarbyggðar ÍB34 í landi Árbæjarhellis II.
Skipulagsgögn liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins Suðurlandsvegi 3 á Hellu, á vef sveitarfélagsins www.ry.is og á Skipulagsgátt.
Athugasemdir þurfa að berast eigi síðar en 2. ágúst 2023.