Mál í kynningu


21.6.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps vegna Vestfjarðavegar (60)

Athugasemdafrestur er til 25. ágúst 2019

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 vegna Vestfjarðavegar frá Bjarkarlundi að Skálanesi og efnistöku vegna vegagerðarinnar.

Tillagan er til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins, Maríutröð 5a, Reykhólum, á vef sveitarfélagsins www.reykhólar.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til sveitarstjóra á netfangið sveitarstjori@reykholar.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir merktar „Breyting á aðalskipulagi Reykhólahrepps“ á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a Reykhólum, 380 Reykhólahreppi, eigi síðar en 25. ágúst 2019.