Mál í kynningu


26.11.2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps vegna vindorkuvers í landi Garpsdals

Athugasemdafrestur er til 20. janúar 2021

  • Garpsdalur, vindorkuver

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 vegna vindorkuvers í landi Garpsdals. Um er að ræða skilgreiningu á 437 ha iðnaðarsvæði til vindorkunýtingar.

Tillagan er til sýnis í Stjórnsýsluhúsi Reykhólahrepps á Reykhólum, á vef sveitarfélagsins www.reykholar.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Reykhólahrepps í stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð á Reykhólum eða með tölvupósti í netfangið: skipulag@dalir.is, merkt Garpsdalur-Breyting á Aðalskipulagi eigi síðar en 20. janúar 2021.