Mál í kynningu


3.7.2018

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, markmið um göngugötur

Athugasemdafrestur til 11. ágúst 2018

Borgarráð Reykjavíkur hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, þar sem sett er fram breyting á stefnu um göngugötur og hvernig staðið skuli að lokun gatna fyrir bílaumferð. Tillagan er auglýst með athugasemdum Skipulagsstofnunar, dags. 6. júní 2018 og verða þær teknar til umfjöllunar að lokinni auglýsingu.

Tillagan er til sýnis í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni, á www.reykjavik.is og hjá Skipulagsstofnun.

 

Athugasemdir þurfa að berast til umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14 eða á netfangið skipulag@reykjavik.is eigi síðar en 11. ágúst 2018.