Mál í kynningu


25.10.2017

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur, stefna um veitinga- og gististaði

Athugasemdafrestur er til 6. desember 2017

Borgarráð Reykjavíkur hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felur í sér endurskoðun og uppfærslu á almennum ákvæðum um veitinga- og gististaði á öllum landnotkunarsvæðum borgarinnar. Einnig eru lagðar til breytingar á ákvæðum fyrir einstök svæði, m.a. svæði M1c í miðborginni. Breytingartillagan nær líka til endurskoðunar á skilgreiningum aðalgatna og nærþjónustukjarna.

Tillagan er til sýnis í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, á reykjavik.is og hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 1. hæð. 

Athugsemdir þurf að berast til Umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14 eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 6. desember 2017.