Mál í kynningu


30.5.2017

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna hjólastígs í Elliðaárdal

Athugasemdafrestur er til 10. júlí 2017

Borgarráð hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna nýs hjólastígs um Elliðaárdal sem verður að mestu í legu eldri reiðstígs sem verður aflagður. Breytingin tekur til legu stígs frá Sprengisandi við Bústaðaveg og austur að stíflu í Elliðaárdal. Samtímis er auglýst breyting á deiliskipulagi Elliðaárdals.

Tillögurnar eru til sýnis í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, á reykjavik.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til Umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14 eða á netfangið skipulag@reykjavik.is eigi síðar en 10. júlí 2017.