Mál í kynningu


2.9.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Sjómannaskólareits (Þ32) og Veðurstofuhæðar (Þ35)

Athugasemdarfestur er til 11. október 2019

Borgarráð hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna tveggja svæða, Sjómannaskólareits og Veðurstofuhæðar. Annars vegar er landnotkun á hluta Sjómannaskólareits breytt úr samfélagsþjónustu í opið svæði og íbúðarbyggð fyrir um 150 íbúðir. Hins vegar er landnotkun á Veðurstofuhæð breytt úr samfélagsþjónustu í miðsvæði með áherslu á blöndun byggðar þar sem gert er ráð fyrir 150-250 íbúðum. Samhliða er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sjómannaskólareitsins.

Tillagan, ásamt athugasemdabréfi Skipulagsstofnunar frá 19. ágúst sl., liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14 og hjá Skipulagsstofnun. Jafnframt er tillagan aðgengileg á adalskipulag.is .

Athugasemdir þurfa að berast til umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14 eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 11. október 2019.