Mál í kynningu


29.11.2016

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar vegna miðsvæðis við Flugvallarveg

Athugasemdafrestur er til 6. janúar 2017

Reykjavíkurborg hefur auglýst breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 þar sem lagt er til að opnu svæði (OP) við gatnamót Nauthólsvegar og Flugvallavegar verði breytt í miðsvæði (M), með sérstakri áherslu á íbúðir og samfélagsþjónustu. Legu stofnstígs verður hliðrað lítillega og göng undir Flugvallarveg felld út.

Þéttingarreitur nr. 15 verður stækkaður til norðurs úr 3 ha í 4,4 ha og heimilt verður að byggja 400 íbúðir innan hans í stað 300. Breytingin leiðir til breytingar mynd 13 um helstu byggingarsvæði vestan Elliðaá á bls. 32 í staðfestri greinargerð. Stækkun reits 15 leiðir til samsvarandi breytingar á mynd 10, á bls. 174, í greinargerð.

Tillagan er til sýnis til 6. janúar 2017 í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, á vef Reykjavíkurborgar  http://reykjavik.is/skipulag-i-kynningu/nautholsvegur-flugvallarvegur-adalskipulag-reykjavikur-2010-2030 og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á Umhverfis- og skipulagssvið, Borgartúni 12-14 eða á netfangið skipulag@reykjavik.is fyrir 6. janúar 2017.