Mál í kynningu


22.2.2024

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar, vegna skotæfingasvæðis á Álfsnesi

Athugasemdafrestur er til 18. apríl 2024

Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem felst í því að hluta iðnaðarsvæðis (I2) og opins svæðis (OP28) er breytt í íþróttasvæði (ÍÞ9) fyrir skotæfingar og skotíþróttir. Markmið breytingar er að skapa áframhaldandi skilyrði fyrir starfsemi skotfélaganna sem nú er til staðar á svæðinu, til skemmri tíma litið, meðan unnið er að því að finna framtíðarsvæði fyrir skotíþróttir á höfuðborgarsvæðinu.

Skipulagsgögn eru til sýnis á Skipulagsgátt.

Athugasemdum og ábendingum skal skila á Skipulagsgátt eigi síðar en 18. apríl 2024.