Mál í kynningu


3.1.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps vegna Hrífuness

Athugasemdafrestur er til 10. febrúar 2019

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022. Í tillögunni felst að verslunar- og þjónustusvæði í Hrífunesi (V2) er stækkað úr 19 ha í 46 ha og frístundabyggð (F3) er minnkuð úr 258 í 233 ha.

Samhliða er auglýst samsvarandi breyting á deiliskipulagi svæðisins.

Skipulagsgögnin eru aðgengileg á heimasíðu Skaftárhrepps klaustur.is , á skrifstofu Skaftárhrepps, og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri, eigi síðar en 10. febrúar 2019.