Mál í kynningu


20.3.2017

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps vegna íbúðarsvæðis í landi Efri-Víkur

Athugasemdafrestur er til 3. apríl 2017

Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2012-2022 þar sem opið svæði til sérstakra nota (Ú1) er fellt niður og landnotkun á hluta af frístundabyggð (F5) og landbúnaðarsvæði er breytt fyrir nýtt íbúðarsvæði (ÍB-1) í landi Efri-Víkur í Landbroti.

Tillagan er til sýnis hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, Kirkjubæjarklaustri, á heimasíðu sveitarfélagsins á heimasíðu sveitarfélagsins og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Skaftárhrepps að Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri eða á netfangið bygg@klaustur.is  eða bygg@vik.is , eigi síðar en 3. apríl 2017.