Mál í kynningu


16.5.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps, vegna fjallaskála á Flóa- og Skeiðamannaafrétti og á Gnúpverjaafrétti

Athugasemdafrestur er til 23. júní 2023

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 sem felur í sér breytingu á skipulagi núverandi skálasvæða og fjallaselja sem skilgreind eru sem afþreyingar- og ferðamannasvæði í aðalskipulagi. Auk þess eru skilgreind ný afþreyingar- og ferðamannasvæði fyrir eldri skála. Markmið breytingar er að fjölga gistiplássum í fjallaskálum. Afgreiðsla Skipulagsstofnunar við athugun á tillögunni fyrir auglýsingu, dags. 28. apríl 2023, er auglýst með skipulagstillögunni.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita, Dalbraut 12, 840 Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is eigi síðar en 23. júní 2023.