Mál í kynningu


19.4.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna þjónustumiðstöðvar við Selhöfða

Athugasemdafrestur er til 18. maí 2023

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029, í breytingunni felst að skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði VÞ26 við Selhöfða vegna áforma um uppbyggingu þjónustumiðstöðvar. Skógræktar- og landgræðslusvæðið SL17 minnkað samsvarandi. Felld er út aðkoma að Selfit og verður hún sameiginleg með aðkomu að þjónustumiðstöð við Selhöfða. Áformað er að leggja veg frá þjónustumiðstöð að hóteli í Reykholti. Reiðleið er færð nær Þjórsárdalsvegi á kafla og gert er ráð fyrir gönguleið frá afþreyingar- og ferðamannasvæði í Sandártungu (AF9) yfir VÞ26 og að afþreyingar- og ferðamannasvæði í Selfit (AF10).

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita www.utu.is

Athugasemdir þurfa að berast á á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is, eigi síðar en 18. maí 2023.