Mál í kynningu


23.2.2017

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps við þéttbýlið í Árnesi

Athugasemdafrestur er til 31. mars 2017.

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 þess efnis að afmörkun þéttbýlisins að Árnesi minnkar og landnotkun á því svæði sem verður utan þéttbýlismarka verður landbúnaðarsvæði. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði skilgreint sem athafnasvæði og opið svæði til sérstakra nota innan núverandi þéttbýlis og sem blönduð landnotkun íbúðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota utan þéttbýlismarkanna.

Tillagan liggur frammi á skrifstofutíma hjá skipulagsfulltrúa að Dalbraut 12, Laugarvatni og hjá Skipulagsstofnun og má nálgast á vef sveitarfélagsins: á vef sveitarfélagsins

Athugasemdir þurfa að berast skriflega til skipulagsfulltrúa.