Mál í kynningu


4.10.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022, frístundabyggð í landi Indriðastaða

Athugasemdafrestur er til 11. nóvember 2019

Hreppsnefnd Skorradalshrepps hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022, sem felur í sér að svæði fyrir verslun og þjónustu og hluti opins svæðis til sérstakra nota í landi Indriðastaða verður breytt í 7 ha frístundabyggð (svæði D).

Tillagan er aðgengileg á skrifstofu Skorradalshrepps, á vef sveitarfélagsins, www.skorradalur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofur Skorradalshrepps að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnesi, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@skorradalur.is ,eigi síðar en 11. nóvember 2019.