Mál í kynningu


3.10.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skorradalshrepps vegna Dagverðarness

Hreppsnefnd Skorradalshrepps hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 vegna breytingar á landnotkun í landi Dagverðarness.

Breytingin felst í að frístundabyggð C-F2 er minnkuð um 4 ha og afmarkað er ný 3,9 ha frístundabyggð E-F2. Opin skógarsvæðis til sérstakra nota (Q) eru stækkuð og óbyggt svæði minnkað sem því nemur.

Tillagan er aðgengileg á skrifstofu Skorradalshrepps, á vef sveitarfélagsins, www.skorradalur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofur Skorradalshrepps að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnesi, eða með tölvupósti á netfangið, skipulag@skorradalur.is, eigi síðar en 11. nóvember 2019.