Mál í kynningu


13.11.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Strandabyggðar vegna stækkunar íbúðarbyggðar við Kópnesbraut og Víkurtún, Hólmavík

Athugasemdafrestur er til 28. desember 2023

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022 vegna stækkunar íbúðarbyggðar við Kópnesbraut og Víkurtún, Hólmavík.

Skipulagsgögn eru til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins og í Skipulagsgátt.

Athugasemdir skulu settar í Skipulagsgátt eða sendar til skipulagsfulltrúa í netfangið skipulag@dalir.is eigi síðar en 28. desember 2023.