Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar, vegna Selfosslínu 1
Athugasemdafrestur er til 10. júlí 2024
Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar 2020-2036 vegna áforma um lagningu Selfosslínu 1 í jörð frá sveitarfélagamörkum við Sveitarfélagið Ölfus vestan Ölfusár meðfram nýrri legu Suðurlandsvegar um fyrirhugaða brú yfir Ölfusá og að sveitarfélagamörkum við Flóahrepp. Innan Selfoss mun strengurinn fylgja Suðurlandsvegi frá sveitarfélagamörkum við Flóahrepp að tengivirki á iðnaðarsvæði I4. Jarðstrengurinn er 132 kV og mun koma i stað núverandi loftlínu.
Skipulagsgögn eru til sýnis í Skipulagsgátt og á vef sveitarfélagsins http://www.arborg.is.
Athugasemdir þurfa að berast í Skipulagsgátt eða skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið www.skipulag@arborg.is, eigi síðar en 10. júlí 2024.