Mál í kynningu


6.1.2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar varðandi ferðaþjónustu og stakar framkvæmdir

Athugasemdafrestur er til 3. febrúar 2020

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjörður 2012-2030, þar sem gert er ráð fyrir að rýmka heimildir um gistiþjónustu meðfram búskap og í þéttbýlinu á Höfn. Þá er mörkuð stefna um stakar framkvæmdir, svo sem fjarskiptamöstur, litlar virkjanir og framkvæmdir á upplýsinga- og þjónustusvæðum. Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofum Hornafjarðar og hjá Skipulagsstofnun auk þess sem hægt er að nálgast skipulagsgögnin á vef Hornafjarðar.  

Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofur sveitarfélagsins, að Hafnarbraut 27 á Höfn, eigi síðar en 3. febrúar 2020.