Mál í kynningu


17.12.2021

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna efnistöku á Suðurfjörum

Athugasemdafrestur er til 30. janúar 2022

  • Suðurfjörur

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.

Í breytingartillögunni felst heimild til allt að 2.000 m3 efnistöku í tilraunaskyni á 2,5 ha svæði á Suðurfjörum. Frekari áform um efnistöku verða ákveðin á grundvelli þeirrar reynslu sem fæst með efnistökunni.

Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofum Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 bæjar, á vef sveitarfélagsins www.hornafjordur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is eigi síðar en 30. janúar 2022.