Mál í kynningu


27.12.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjörður vegna stækkunar íbúðarbyggðar við Silfurbraut og Hvannabraut

Athugasemdafrestur er til 3. febrúar 2020.

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjörður 2012-2030 þar sem gert er ráð fyrir að stækka íbúðarbyggð ÍB9 og fjölga íbúðum við Silfurbraut og Hvannabraut. Samhliða minnkar opið svæði til sérstakra nota.

Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofum Hornafjarðar og hjá Skipulagsstofnun auk þess sem hægt er að nálgast skipulagsgögnin á vef Hornarfjarðar.

Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofur sveitarfélagsins, að Hafnarbraut 27 á Höfn, eigi síðar en 3. febrúar 2020.